Kristján Davíð, Indriði og Kristján Ingi héraðsmeistarar HSÞ í skák U-16 ára

Héraðsmót HSÞ í skák fyrir börn á grunnskólaaldri fór fram á Laugum í dag og var þátttakan góð en 20 krakkar mættu til leiks.

Þrír efstu í flokkki 13-15 ára. Lj. AKG
Þrír efstu í flokkki 13-15 ára. Lj. AKG

Héraðsmót HSÞ í skák fyrir börn á grunnskólaaldri fór fram á Laugum í dag og var þátttakan góð en 20 krakkar mættu til leiks.

Kristján Davíð Björnsson varð héraðsmeistari í flokki 13-15 ára annað árið í röð, en hann vann alla sína andstæðinga.

Indriði Ketilsson varð héraðsmeistari í flokki 9-12 ára en hann vann einnig alla sína andstæðinga. 

Kristján Ingi Smárason varð héraðsmeistari í flokki 8 ára og yngri með 4 vinninga af 5 mögulegum.

Á vef Skákfélagsins Hugins má lesa nánar um mótið


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744