Kæri kjósandi

Nú líður að kosningadegi og langar mig að koma á framfæri hvað mér brennur á hjarta hvað varðar velferð fjölskyldna í okkar samfélagi og hafa heilsu,

Kæri kjósandi
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - - Lestrar 449

Bylgja Steingrímsdóttir.
Bylgja Steingrímsdóttir.

Nú líður að kosningadegi og langar mig að koma á framfæri hvað mér brennur á hjarta hvað varðar velferð fjölskyldna í okkar samfélagi og hafa heilsu, vellíðan og velferð þeirra ávallt að leiðarljósi. 

Það er margt mjög gott í okkar samfélagi en þegar kemur að kosningum þá horfum við á þá þætti sem við viljum styðja við, efla og bæta. Það er margt sem ég myndi vilja vinna að sem stuðlar að heilsu, vellíðan og velferð íbúa okkar samfélags. Mér langar að vinna að því af heilum hug og geta stolt sagt eftir næsta kjörtímabil að ég hafi unnið vel að velferð íbúa og lagt hornstein að góðum verkefnum með forvarnir og lýðheilsu í huga í sem víðustum skilningi, forvarnir borgar sig alltaf. Vill ég þá benda á nokkra þætti sem ég vill leggja sérstaka áherslu á.

Hagur barna – hagur allra

Hvað varðar börnin okkar tel ég mikilvægt að auka vellíðan og veita stuðning við foreldra og fjölskyldur með velferð þeirra að leiðarljósi. Mörg börn takast á við erfið lífsverkefni og mikilvægt er að geta veitt þeim og foreldrum þeirra góðan stuðning og efla vellíðan og lífsgæði. Skólarnir, heilsugæslan, félags þjónustan og æskulýðsstarf þarf að efla. Forsenda þess er að fá góðan stuðning og fjárveitingu til að efla starfsemina og auka fjölbreytt meðferðarúrræði þegar á þarf að halda. Einnig þarf að leggja þunga áherslu á að börn geti búið áfram í heimabyggð eftir grunnskóla og stundað nám við Framhaldsskólann á Húsavík.

Börnin okkar hafa ólík og fjölbreytt áhugamál. Við þurfum að bregðast við með því sem stuðlar að þroska og vellíðan barns. Við gerum það með því að stórauka hvatastyrki til barna. Slíkur styrkur myndi ekki einskorðast við íþróttir heldur tónlistarnám, listnám, o.fl. Auðveldast er að útskýra þetta sem frístundakort. Við verðum að tryggja að slíkt framlag verði ekki til þess að gjaldskrár hækki heldur að hvert barn fái sem mest úr þeim styrk sem samfélagið veitir þeim. 

Mennskt samfélag – fyrir alla

Ég vil efla enn frekar lífgæði fatlaðra. Mikilvægt er að fötluð börn hafi sama rétt til íþróttaiðkunar og geti notið félagsstarfs til jafns við aðra.  Nauðsynlegt er að auka búsetuúrræði enda þörfin mikil og mæta einstaklingsmiðuðum þörfum. Heimaþjónusta við fatlaða, geðfatlaða og aldraða sem og alla þá sem þess þurfa þarf að vera með þeim hætti að fólk hafi tækifæri á að búa heima. Því tel ég nauðsynlegt að auka við þá þjónustu með fjölbreyttum hætti. Að leita sértækra lausna við sértækum verkefnum í stað almennra lausna. Gaman væri að leita leiða til að koma á fót vernduðum vinnustað. 

Aldraðir þurfa á stuðningi við félagsstarf að halda. Mikilvægt er að auka fjölbreytt val á búsetuúrræðum og þjónustu við aldraða. Samfélagið er að eldast og mikilvægt að bregðast við þeim breytingum af skynsemi og sátt. Við þurfum að kanna þann möguleika að aldraðir í samfélaginu fá máltíðir og aðra þjónustu sem styður við að fólk búi eins lengi heima og kostur er. Ég vil leggja mitt lóð á vogaskálarnar að byggja upp manneskjulegt samfélag þar sem allir eru með og fái sjálfsagða þjónustu og réttindi. Þetta er mitt leiðarljós sem ég mun starfa að af heilum hug.

Bylgja Steingrímsdóttir 4. sæti á B-lista Framsóknar og félagshyggjufólks

Setjum X við B – Allir saman


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744