Kaðlín eignast nýtt heimili

Handverkshópurinn Kaðlín mun eignast nýtt heimili í vor en hann hefur tekið á leigu hluta af gamla frystiklefarýminu í Hvalasafninu undir starfsemi sína.

Kaðlín eignast nýtt heimili
Almennt - - Lestrar 537

Elín formaður og Friðrik handsala samninginn.
Elín formaður og Friðrik handsala samninginn.

Handverkshópurinn Kaðlín mun eignast nýtt heimili í vor en hann hefur tekið á leigu hluta af gamla frystiklefarýminu í Hvalasafninu undir starfsemi sína.

Eins og kom fram á 640.is á dögunum keypti Steinsteypir ehf. frystiklefarýmið og stendur til að gera upp þessi rými á vandaðan hátt.

Hluti þeirra verður nýttur í rekstur á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn og mun Kaðlín sinna þjónustu við þau samkvæmt samstarfssamningi við Steinsteypi.

Kaðlín-Steinsteypir

Mikil gleði með samstarfssamninginn, Friðrik Sigurðsson hjá Steinsteypi ásamt handverkskonunum Ólöfu Pálsdóttur, Bergljótu Jónsdóttur, Svanhvíti Jóhannesdóttur og Elínu Jónasdóttur.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744