Jarđstrengslögn í einni línu hefur áhrif á ađra innan sama svćđis

Flutnings- og dreifikerfi raforku eru mikilvćgur hluti af innviđum nútíma ţjóđfélags.

Jarđstrengslögn í einni línu hefur áhrif á ađra innan sama svćđis
Ađsent efni - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 468 - Athugasemdir (0)

Magni Ţór Pálsson.
Magni Ţór Pálsson.

Flutnings- og dreifikerfi raforku eru mikilvćgur hluti af innviđum nútíma ţjóđfélags. 

Til ţess ađ flytja og dreifa raforkunni ţarf raflínur. Ţćr eru annađ hvort í lofti eđa jörđ. Jarđstrengur er ţannig uppbyggđur ađ hann framleiđir umtalsvert magn af svokölluđu launafli, 20 – 30 sinnum meira en loftlína međ sambćrilega afkastagetu.

Launafl er nauđsynlegt ađ vissu marki í raforkukerfum, til dćmis til ţess ađ viđhalda spennugćđum, enda hefur ţađ bein áhrif á spennuna. Ţađ viđheldur segulsviđi, sem er til dćmis nauđsynlegt í rafmótorum.

Launafl „tekur pláss“ í streng eđa línu og hefur ţar međ áhrif á getuna til ţess ađ flytja raunafl. Verđi launafliđ hins vegar of mikiđ, getur ţađ fariđ ađ hafa neikvćđ áhrif á kerfisreksturinn. Mikiđ launafl getur til dćmis haft ţau áhrif ađ spenna í kerfinu verđi of há og spennusveiflur verđi of miklar. Ţessi áhrif eru ţó mjög háđ styrk eđa stífleika raforkukerfisins á hverjum stađ.  Styrkurinn er metinn út frá svokölluđu skammhlaupsafli kerfisins á viđkomandi svćđi.

Ólíkur styrkur kerfisins milli landsvćđa er meginástćđa ţess ađ svigrúm til jarđstrengslagna er mismunandi. Ţar sem kerfiđ er sterkt er meira rými til ţess heldur en ţar sem styrkurinn er lítill. Einnig ţarf ađ hafa ţađ í huga ađ jarđstrengslagnir innan sama svćđis hafa innbyrđis áhrif. Enn fremur hafa jarđstrengslagnir í dreifikerfinu áhrif á mögulegar jarđstrengslengdir í yfirliggjandi flutningskerfi á sama landsvćđi. Ţetta gildir ađ sjálfsögđu einnig í hina áttina. 

Viđ hjá Landsneti höfum lengi bent á ţađ ađ af ţessum sökum ţurfi ađ meta jarđstrengslagnir međ heildstćđum hćtti, sbr. t.a.m.  í skýrslunni „Jarđstrengslengdir í meginflutningskerfinu - Mat á mögulegum jarđstrengslengdum í nýju 220 kV flutningskerfi á Norđurlandi – Kerfisgreining“, mars 2017. Skipulagsstofnun hefur tekiđ undir ţetta međ óyggjandi hćtti í nýlegu áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum Kröflulínu 3. 

Ţađ sem ţetta ţýđir á mannamáli er ađ jarđstrengslögn í einni línu hefur óhjákvćmilega áhrif til styttingar jarđstrengskafla í annarri línu innan sama svćđis. Sé tekiđ dćmi úr niđurstöđum ofangreindrar skýrslu, ţá má gera ráđ fyrir ţví ađ 12 km langur jarđstrengur í Hólasandslínu 3 stytti mögulegan jarđstrengskafla í Kröflulínu 3 í 10 – 12 km úr um ţađ bil 15 km, sé hún skođuđ ein og sér.

Ađ sama skapi styttir hún mögulegan jarđstrengskafla í Blöndulínu 3 um 5 km ,úr 10km í 5km  Vegna stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í nálćgđ viđ flugvöll, ţar sem sýnt er fram á ađ hún geti haft áhrif á flugöryggi, hefur sá kafli í Hólasandslínu 3 ,12 km,forgang á lagningu jarđstrengs ef horft er til ţeirra ţriggja kosta sem rćtt er um hér ađ ofan, Kröflulínu 3, Blöndulínu 3 og Hólsandslínu 3.

Ítarlegri umfjöllun um jarđstrengi má finna á heimasíđu okkar hjá Landsneti https://www.landsnet.is ţar sem einnig er finna umfjöllun og efni um Hólsandslínu 3, Kröflulínu 3 og Blöndulínu 3. Einnig hvet ég ykkur til ađ fylgjast međ og taka ţátt i umrćđunni á samfélagsmiđlum Landsnets.

Magni Ţór Pálsson.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744