Holuhraun og kvikuflutningar frá Bárðarbungu

Á heimasíðu ÍSOR má lesa frétt þar sem kvikuflutningar frá Bárðarbungu eru sýndir á bráðabirgða jarðfræðikorti.

Holuhraun og kvikuflutningar frá Bárðarbungu
Almennt - - Lestrar 248

Á heimasíðu ÍSOR má lesa frétt þar sem kvikuflutningar frá Bárðarbungu eru sýndir á bráðabirgða jarðfræðikorti.

Kortið sýnir hvernig þróun hefur verið í skjálftavirkni frá því að jarðskjálftahrinan hófst aðfararnótt laugardagsins 16. ágúst (yfirfarin skjálftagögn af vef Veðurstofu íslands).

Með því að smella á kortið má skoða það í stærri upplausn.

kort

Framan af var virknin mest umhverfis Bárðarbungu og Kistufell, en hefur síðan færst meira til austurs og er nú mest áberandi á NA-SV lægri línu sem stefnir nú niður miðjan Dyngjujökul og hefur verið að færast niður eftir honum dag frá degi. Kvika virðist streyma þar eftir sprungum á um 10-14 km dýpi í jarðskorpunni. Hvort hún nær til yfirborðs um síðir eða mun storkna í iðrum jarðar og verða að berggöngum mun tíminn leiða í ljós.

Lesa fréttina á heimasíðu ÍSOR

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744