Heimsókn í "Hvíta Þorpið"

Annar í páskum var tekinn í að heimsækja fjallaþorpið Frigiliana sem er rétt ofan Nerja í 300 metra hæð yfir sjávarmáli.

Heimsókn í "Hvíta Þorpið"
Ferðalög - - Lestrar 433

Þær eru þröngar göturnar í hvíta þorpinu.
Þær eru þröngar göturnar í hvíta þorpinu.

Annar í páskum var tekinn í að heimsækja fjallaþorpið Frigiliana sem er rétt ofan Nerja í 300 metra hæð yfir sjávarmáli.

Farið var með strætisvagni þangað og tók það um 15 mínútur að klifra upp eftir hæðum El Fuerte til Frigiliana. 

Í þorpinu búa um 3000 manns en þorpið er talið eitt hið fallegasta hér í Andalúsíu.

Frigiliana er oft nefnt hvíta þorpið sem rekja má til húsanna þar sem flest hver eru hvítkölkuð. Götur þorpsins eru þröngar og stundum finnst manni maður vera kominn í hálfgert völundarhús. Sérstaklega í efri hluta þess, gamla Márahlutanum, en þar eru göturnar fallega mósaíkskreyttar.

Hér koma nokkrar myndir sem eru aðallega úr efri hluta þorpsins og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

 Frigiliana

Þær eru þröngar göturnar í þorpinu.

Frigiliana

Þegar gangan upp í gamla Márahluta þorpsins er örskammt á veg kominn er komið að vín- og sælkeraversluninni Vinos el Lagar sem er mjög vinsæl meðal ferðamanna jafnt sem heimafólks.

Frigiliana

Í Vinos el Lagar má m.a kaupa vín sem framleitt er í þorpinu beint úr tunnum.

Frigiliana

Gott er að njóta útsýnisins við Vino el Lagar meðan dreypt er á veigunum.

Frigiliana

Vinos el Lagar hefur einnig á boðstólunum sultur, ólívuolíur, hunang ofl. sælkeravörur af svæðinu.

Frigiliana

Götumynd í Frigiliana, hvíta þorpinu í Andalúsíu.

Frigiliana

Göturnar eru þröngar og sumar hverjar brattar.

Frigiliana

Göturnar í gamla hlutanum eru þröngar og steinum lagðar.

Frigiliana

Kaupmenn koma vörum sínum vel á framfæri.

Frigiliana

Það er alltaf leið niður eftir að hafa farið upp.

Frigiliana

Af fallegu útsýni er nóg í hvíta þorpinu og um að gera að njóta þess.

Frigiliana

Á heimleið.

Frigiliana

Húsin eru flest öll hvít en til að lífga upp á eru gluggar og hurðir víða í sterkum litum auk þess sem mikið er af litríkum blómum.

Frigiliana

Úrval veitingastaða er í þorpinu þar sem hægt er að njóta veitinga, s.s tapasrétta .

Frigiliana

Það er mikið af blómapottum í þorpinu, ýmist með veggjum, á veggjum eða þá svölum húsanna.

Frigiliana 

La domadora y el león bjórkrá sem er mjög vinsæl en þar er seldur kratfbjór, bæði úr héraði sem og annarsstaðar frá.

Frigiliana

El Mirado er góður veitingastaður ofarlega í Frigiliana. 

Frigiliana

Frigiliana

Áhugasamur viðskiptavinur vildi sjá þessa flík betur og þá var bara að ná í hana.

Frigiliana

San Antoniokirkjan er staðsett í gamla hluta Frigiliana en smíði hennar lauk árið 1676.

Frigiliana

Stóra húsið var áður fyrr verksmiðja þar sem unnin var sykurreyr.

Frigiliana

Hótel Villa Frigiliana er einn gististaða þorpsins en ferðamannaiðnaðurinn er helsti atvinnuvegur þorpsbúa sem einnig framleiða vín, hunang og ýmisskonar handverksvörur.

Frigiliana

Útsýnið frá Frigiliana niður til sjávar.

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744