Guðmundur Árni og Sigurjón fengu heiðursviðurkenningu fyrir brautryðjendastarf

Á samkomu Völsungs í gær fengu Guðmundur Árni Ólafsson og Sigurjón Ármannsson heiðursviðurkenningu fyrir brautryðjendastarf í hlaupaíþróttinni hér á

Guðmundur Árni Ólafsson.
Guðmundur Árni Ólafsson.

Á samkomu Völsungs í gær fengu Guðmundur Árni Ólafsson og Sigurjón Ármannsson heiðurs-viðurkenningu fyrir brautryðj-endastarf í hlaupaíþróttinni hér á Húsavík.

"Þeir félagar hafa hlaupið í áratugi. Voru hlaupandi í allskonar veðrum löngu áður en íþróttin náði almennilegri fótfestu.

Líklega hafa margir talið þá hálfbilaða að djöflast þetta ár eftir ár.

Nú er ört vaxandi hlaupahópurinn í almenningsíþróttadeildinni og ljóst að þeir Guðmundur og Sigurjón eru áhrifamenn á þeirri vegferð". Sagði Jóhann Kr. Gunnarsson sem stýrði samkomunni.

Það var formaður Völsungs Bergþóra Höskuldsdóttir sem afhenti Guðmundi Árna viðurkenninguna en Sigurjón Ármannsson var fjarverandi.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Guðmundur Árni Ólafsson.

Skokki

Sigurjón Ármannsson lengst th. ásamt félögum sínum úr Hlaupahópnum Skokka.

Ljósmynd af Fésbókarsíðu Hlaupahópsins Skokka.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744