Glæsileg hrútasýning - Þistill og Daði sigruðu

Það var hart tekist á um fallegustu lærin og vöxt á hrútasýningu frístundabænda á Mærudögum. Keppnin fór að þessu sinni fram á föstudagskvöldinu í frábæru

Það var hart tekist á um fallegustu lærin og vöxt á hrútasýningu frí-stundabænda á Mærudögum.

Keppnin fór að þessu sinni fram á föstudagskvöldinu í frábæru veðri. 

Áhorfendur kunnu greinilega vel að meta það þar sem öll fyrri áhorfendamet voru slegin og hrútasýningin var mjög lífleg.

Hrútasýningin

Það var fjölmenni í skansinum.

Hrútasýning

 
Hrútasýning

 Þingeyskir bændur og starfsmenn Norðlenska og Kjarnafæðis grilluðu lambakjöt fyrir gestina sem gerði mikla lukku. 

Hrútasýning

Dómarar og aðstoðarmenn að störfum.

Það voru hrútarnir Þistill og Daði sem sigruðu keppnina enda báðir glæsilegir hrútar.

Hér má sjá frekari úrslit:

 

Eldri hrútar:

1. Þistill, eigandi Aðalsteinn Ólafsson.

2. Reisti, eigandi Óðinn Sigurðsson.

3. Botni, eigandi Guðrún Viðar.

Yngri hrútar:

1. Daði, eigandi Aðalsteinn Á. Baldursson.

2. Sófus, eigandi Óskar Karlsson.

3. Höttur, eigandi Torfi Aðalsteinsson.

Hrútasýning

Það fór vel á með þeim félögum Alla og Þistli eftir að úrslitin voru kunngerð.

Hrútasýning

Sæþór Orri Skarphéðinsson barnabarn Aðalsteins Árna formanns frístunda-bænda afhenti Alla verðlaunabikarinn.

Hrútasýning

Aðalsteinn Ólafsson og sigurhrúturinn Þistill.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Alfreð Guðmundsson frá Sauðárkróki kvað eftirfarandi.

Þistill góðan þokka ber, þíður fannst mér Daði, Sófus efins sauður er þó sigri Höttur graði. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744