Gestabókarganga að Nykurtjörn

Í gærkveldi fór ellefu manna hressilegur hópur í gestabókargöngu upp að Nykurtjörn í austurhlíð Geitafells í Þingeyjarsveit.

Gestabókarganga að Nykurtjörn
Almennt - - Lestrar 294

Hópurinn við Nykurtjörn. Lj. Hulda Jóna Jónasd.
Hópurinn við Nykurtjörn. Lj. Hulda Jóna Jónasd.

Í gærkveldi fór ellefu manna hressilegur hópur í gestabókar-göngu upp að Nykurtjörn í austurhlíð Geitafells í Þingeyjarsveit. 

„Áttavilltar – gönguhópur kvenna“ leiddi gönguna, en í för slógust m.a. boðberar HSÞ fyrir Hreyfiviku UMFÍ og komu fyrir staurnum með gestabókarkassa sem tilheyrir verkefni UMFÍ  „Fjölskyldan á fjallið“.  

Á heimasíðu HSÞ segir að enn sé frekar blautt í jörð og var erfitt að fóta sig á tilheyrandi vegslóða, því hér norðan heiða hefur jú verið frekar kalt vor. Þrestirnir láta þó ekkert stoppa sig og eru farnir að verpa – fjögur egg í hreyðri er nokkuð sjaldgæft sagði einn fróður í hópnum.  Það hlýtur að boða gott sumar!
 

Að sjálfsögðu var tekin hópmynd þar sem sést í ísilagða tjörnina og skelltu bleiku dömurnar sér í smá Hreyfiviku-grín!

Til gamans má geta þess að nykur þýðir tröll – en það gerði ekkert vart við sig rétt á meðan við stoppuðum þarna, enda kannski enn í vetrardvala. (hsth.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744