Gamla myndin - Þorrablótið fyrir tíu árum

Gamla myndin að þessu sinni var tekin fyrir tíu árum upp á dag á Þorrablóti Kvenfélags Húsavíkur.

Gamla myndin - Þorrablótið fyrir tíu árum
Gamla myndin - - Lestrar 955

Gamla myndin að þessu sinni var tekin fyrir tíu árum upp á dag á Þorrablóti Kvenfélags Húsavíkur.

Það er vel við hæfi að birta hana núna þegar þorrablótið er fram undan en hún sýnir kvenfélags-konur í þjóðbúningum en þær skipuðu þorrablótsnefndina það ár.

Morgunblaðið birti eftirfarandi texta með myndinni:

Þrátt fyrir að þorrinn sé ekki genginn í garð hélt Kvenfélag Húsavíkur sitt árlega þorrablót á Fosshóteli Húsavík um síðustu helgi.

Þorrablótsnefndin bauð gesti velkomna með söng, en þær eru frá vinstri Rannveig Jónsdóttir, Halldóra Hólmgrímsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Sigurlína Jónsdóttir, Emilía Harðardóttir og Sigrún Erlingsdóttir.

Að vanda var fullt út úr dyrum og sá Guðrún Jónína Magnúsdóttir um að stjórna blótinu. Skemmtiatriði voru heimafengin og fór þar fremstur í flokki flytjenda Oddur Bjarni Þorkelsson. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar lék fyrir dansi fram eftir nóttu.

 

Þorrablótið 2005

Frá vinstri Rannveig Jónsdóttir, Halldóra Hólmgrímsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Sigurlína Jónsdóttir, Emilía Harðardóttir og Sigrún Erlingsdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744