Gamla myndin-Sandkastalakeppni

Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 2006 og var tekin á Hvalahátíð sem fram fór fyrstu helgina í júlí það ár.

Gamla myndin-Sandkastalakeppni
Gamla myndin - - Lestrar 1006

Hrund með bikarinn sem hún hlaut að launum.
Hrund með bikarinn sem hún hlaut að launum.

Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 2006 og var tekin á Hvalahátíð sem fram fór fyrstu helgina í júlí það ár.

Meðal dagskráratriða var sandkastalakeppni sem haldin var í suðurfjörunni. Þar komu listamenn á öllum aldri og kepptust við að gera listaverk úr fjörusandinum.
 
Verðlaun voru í boði fyrir þau þrjú listaverk sem þóttu skara fram úr og hreppti Hrund Óskarsdóttir ein þeirra en við gerð kastalans naut hún aðstoðar ömmu sinnar, Kolbrúnar Bjarnadóttur.
 
Sandkastalakeppni
 
Með því að smella á myndina má skoða hana í stærri upplausn.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744