Gamla myndin - Samsýning í Galleri 10

Gamla myndin að þessu sinni var tekin 12. júlí 2003 í Verbúðunum.

Gamla myndin - Samsýning í Galleri 10
Gamla myndin - - Lestrar 653

Raggi og Sunna sýndu í Galleri 10
Raggi og Sunna sýndu í Galleri 10

Gamla myndin að þessu sinni var tekin 12. júlí 2003 í Verbúðunum.

Það sumar var Sunna Guðmunds-dóttir með gallerí í verbúð númer tíu sem hún nefndi Galleri 10 og birtist eftirfarandi frétt í Morgun-blaðinu þann 18. júlí:

Á dögunum var opnuð samsýning húsvískra myndlistarmanna í Galleri 10 á Húsavík.

Á sýningunni, sem stendur til 25. þessa mánaðar, kennir ýmissa grasa í myndlistinni, þar sýna alþýðulistamenn,grafískir hönnuðir og myndlistarnemar m.a. málverk, útskurð, myndvefnað og ljósmyndir.

Galleri 10 er til húsa í verbúðarbyggingunni við höfnina. Það er Sunna Guðmundsdóttir sem rekur galleríið og er þar jafnframt með vinnustofu. Hún stundar nú myndlistarnám í Listaháskóla Íslands.

Ragnar Hermannsson og Sunna Guðmundsdóttir

Alþýðulistamaðurinn Ragnar Hermannsson við eitt verka sinna á sýningunni ásamt Sunnu Guðmundsdóttur myndlistarnema og galleríeiganda.

Með því að smella á myndina má skoða hana í stærri upplausn.

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744