Gamla myndin - Knattspyrna á sjómannadag

Það er kominn tími til að byrja aftur að birta gamlar myndir hér á vefnum.

Gamla myndin - Knattspyrna á sjómannadag
Gamla myndin - - Lestrar 789

Sjómenn í fótbolta 1967.
Sjómenn í fótbolta 1967.

Það er kominn tími til að byrja aftur að birta gamlar myndir hér á vefnum. Þær munu koma víða að og birtast vikulega. Ef lesendur eru með skemmtilegar myndir sem þeir vilja birta má senda þær á vefstjori@640.is

Fyrsta myndin sem birtist hefur birst áður á Skipamyndasíðu Hafþórs Hreiðarssonar og gekk misvel að nafngreina þá sem á henni eru.

En með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn og vonandi hjálpar það til.

Hreiðar Olgeirsson tók myndina á sjómannadag 1967 og sýnir hún sjómenn etja kappi í knattspyrnu.

Fótbolti á sjómannadag

Fv. Guðjón Björnsson, Jón Bergmann Gunnarsson, Ævar Hólmgeirsson, þennan í ljósu buxunum er ekki búið að greina (spurning með Baldur Karlsson), né þann í Völsungstreyjunni(Stefán Helgason ?). Í ljósu peysunni er Hörður Arnórsson og bak við hann Dagbjartur Sigtryggsson. Fjær eru Hreiðar Jósteinsson og Ægir Eiríksson. 

Þeir sem kunna að nefna þá tvo ónefndu og eða eru ekki sammála með hina geta komið athugasemdum með því að skrifa í athugasemdir hér við færsluna.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744