Gamla myndin - Álfakóngur og drottning hans árið 2005

Fyrsta gamla myndin sem birtist á þessu ári er tíu ára gömul og var tekin við Þrettándabrennuna það ár.

Gamla myndin - Álfakóngur og drottning hans árið 2005
Gamla myndin - - Lestrar 762

Álfakóngur og drottning hans árið 2005.
Álfakóngur og drottning hans árið 2005.

Fyrsta gamla myndin sem birtist á þessu ári er tíu ára gömul og var tekin við Þrettándabrennuna það ár.

Á henni eru álfakóngur og drottning hans en það voru þau Stefán Jón Sigurgeirsson og Halla Björg Albertsdóttir sem voru í hlutverkum þeirra.

Að kveldi Þrettándans sagði á mbl.is:

Hús­vík­ing­ar kvöddu jól­in með þrett­ándagleði í stilltu veðri nú síðdeg­is en á ýmsu hef­ur gengið þessi jól­in veðurfars­lega séð og svo fengu bæj­ar­bú­ar jarðskjálfta í ofanálag í gær. Dag­skrá­in sem var í hönd­um ungra knatt­spyrnu­manna og kvenna í Völsungi hófst við Íþrótta­höll­ina en þaðan var gengið niður á upp­fyll­ingu í suður­fjör­unni.

Í göng­unni þar sem álfa­drottnig og -kóng­ur voru ásamt fríðu föru­neyti í broddi fylk­ing­ar voru m.a. púk­ar og tröll auk bæj­ar­búa. Á upp­fyll­ing­unni var söng­ur og gleði, kveikt var í brennu og flug­elda­sýn­ing á veg­um Kiw­anis­klúbbs­ins Skjálf­anda.

Álfakóngur og drottning hans

Álfakóngur og drottning hans á því herrans ári 2005.

Með því að smella á myndin má skoða hana í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744