Gamla myndin - Grænfriðungar buðu í siglingu

Gamla myndin að þessu sinni var tekin fyrir tæpum 10 árum síðan.

Gamla myndin - Grænfriðungar buðu í siglingu
Gamla myndin - - Lestrar 563

Stebbi
Stebbi

Gamla myndin að þessu sinni var tekin fyrir tæpum 10 árum síðan. Eða svo við höfum það nákvæmt, föstudaginn 25. júní 2004.

Esperanza skip Grænfriðunga lá þá við bryggju á Húsavík, hafði komið til hafnar deginum áður ef vefstjóri man rétt. Á þessum árum var gerð steypireið úr sandi í suðurfjörunni og tóku Grænfriðungar þátt í gerð hennar þetta árið. Og buðu einnig börnum sem vildu í smá siglingu á slöngubát og gamla myndin er einmitt af landtöku úr einni slíkri. 

Grænfriðungar buðu í siglingu

Stefán frá Steindal er þarna til aðstoðar en Lilja Björg sonardóttir hans er meðal krakkanna um borð.

Með því að smella á myndina má skoða hana í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744