Gamla myndin - Gáfu garðbekk til minninga um formanninn

Gamla myndin að þessu sinni er tekin fyrir tæpum fjórtán árum síðan í skrúðgarðinum.

Gamla myndin - Gáfu garðbekk til minninga um formanninn
Gamla myndin - - Lestrar 965

Gamla myndin að þessu sinni er tekin fyrir tæpum fjórtán árum síðan í skrúðgarðinum.

Nánar tiltekið þann 31. ágúst  aldamótaárið 2000 en tilefnið var það að Garðyrkjufélag Húsavíkur gaf garðbekk til minningar um Svanlaugu Björnsdóttur stofnanda og fyrsta formanns félagsins.

Skömmu síðar birtist frétt í Morgunblaðinu og þar sagði m.a:

Garðyrkjufélag Húsavíkur hefur gefið Húsavíkurbæ garðbekk til minningar um Svanlaugu Björnsdóttur, stofnanda og fyrsta formann félagsins en hún lést 1996 aðeins 54 ára að aldri.

"Bekkurinn er í skrúðgarðinum við Búðará og afhenti Ragna Pálsdóttir formaður félagsins Reinhard Reynissyni bæjarstjóra bekkinn að viðstöddum félögum úr garðyrkjufélaginu, aðilum frá Húsavíkurbæ ásamt eiginmanni og dóttur Svanlaugar.

Garðyrkjufélag Húsavíkur er 25 ára á þessu ári og eru félagar innan við 50 en voru um 100 þegar mest var. Svanlaug sem var mjög fróð um allt sem sneri að garðrækt gegndi formannstarfinu samanlagt í 11 ár. Á 5 ára afmæli félagsins gaf það 200 þúsund krónur til plöntukaupa og hafa félagar því lagt sitt af mörkum til að gera garðinn að þeirri perlu sem hann er í dag". 

Gáfu bekk til minningar um formanninn

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn en á henni eru:

Í efri röð fv. Reinhard Reynisson, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir,Vigfús Sigurðsson, Hermann Ragnarsson og Jónína Hermannsdóttir.

Í neðri röð fv. Þorbjörg Björnsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Ragna Pálsdóttir, Ósk Þorkelsdóttir og Guðrún Gísladóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744