Gamla myndin - Eigendaskipti á bókabúðinni

Gamla myndin að þessu sinni er fréttamynd sem tekin var af fréttaritara Morgunblaðsins í tilefni eigendaskipta á Bókabúð Þórarins Stefánssonar í

Gamla myndin - Eigendaskipti á bókabúðinni
Gamla myndin - - Lestrar 701

Sólrún, Friðrik og Sigurður við búðarborðið.
Sólrún, Friðrik og Sigurður við búðarborðið.

Gamla myndin að þessu sinni er fréttamynd sem tekin var af fréttaritara Morgunblaðsins í tilefni eigendaskipta á Bókabúð Þórarins Stefánssonar í marsmánuði árið 2001.

 
Og fréttin úr Mogganum fær að fljóta með að þessu sinni:
 
Húsavík-Elsta bókaverslun á landsbyggðinni hefur skipt um eigendur, Sólrún Hansdóttir hefur ásamt syni sínum Friðrik Sigurðssyni keypt Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík. Seljandi er Björg Friðriksdóttir ekkja Ingvars Þórarinssonar bóksala, Þórarinn Stefánsson faðir Ingvars stofnaði verslunina á Húsavík árið 1909.


Verslunin hefur því verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi fram á þennan dag eða í rúm níutíu ár. Bókabúðin hefur því alla tíð verið fjölskyldufyrirtæki og verður svo áfram, það hefur bara ný fjölskylda tekið við. Verslunin sem hefur ýmist verið kölluð Bókabúðin eða þá Ingvarsbúð stendur við Garðarsbraut og er næsta hús norðan Húsavíkurkirkju. Hún hefur verið einn af hornsteinum menningar og mannlífs á Húsavík í gegnum tíðina.

Þau mæðginin eru ekki alveg ókunn bókabúðinni, Sólrún hóf þar störf 1977 og starfaði þar í sjö ár. Friðrik var ekki hár í loftinu þegar hann tíu ára gamall var ráðinn af Ingvari sem sendill og kannski kemur sú reynsla honum að gagni nú. Friðrik segir að það verði ekki neinar stórvægilegar breytingar á rekstrinum strax en sjálfsagt verði þær einhverjar þegar fram líða stundir, hér verða áfram seldar bækur, tímarit, ritföng, geisladiskar og gjafavörur. Friðrik hefur umboð fyrir ferðaskrifstofuna Samvinnu-ferðir-Landsýn og verður það til húsa í bókabúðinni.

Sólrún og Sigurður Friðriksson eiginmaður hennar hafa verið athafnasöm í verslun og þjónustu á Húsavík um árabil, þau áttu ásamt Friðrik syni sínum meirihluta í og ráku Hótel Húsavík. Þau seldu meirihluta sinn þar sl. haust. Áður en þau komu að rekstri hótelsins ráku þau veitingastaðinn Bakkann og þar áður matvöruverslunina Búrfell.

Sólrún, Friðrik og Sigurður.

Sólrún Hansdóttir, Friðrik Sigurðsson og Sigurður Friðriksson við búðarborðið í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744