Gamla myndin - Áhöfnin á Mánafossi kvödd

Gamla myndin að þessu sinni er tíu ára gömul upp á dag. Reyndar eru þær tvær.

Gamla myndin - Áhöfnin á Mánafossi kvödd
Gamla myndin - - Lestrar 673

Gamla myndin að þessu sinni er tíu ára gömul upp á dag. Reyndar eru þær tvær.

29. nóvember 2004 var Mánafoss, skip Eimskipafélags Íslands, í sinni síðustu strandsiglingu og var á Húsavík. 

Af þessu tilefni bauð Skipaafgreiðsla Húsavíkur áhöfninni á Mánafossi í kveðjukaffi þar sem hún var leyst út með gjöfum.

Þetta rataði á fréttavef Morgunblaðsins sem birti eftirfarandi frétt:

Áhöfn­in á Mána­fossi kvödd á Húsa­vík

Mána­foss, sem er í sinni síðustu hring­ferð um landið, var í Húsa­vík­ur­höfn í dag. Að lok­inni los­un og lest­un skips­ins bauð Skipa­af­greiðsla Húsa­vík­ur ehf. áhöfn þess í kveðjukaffi og leysti hana út með gjöf­um.

Hann­es Hösk­ulds­son, eig­andi Skipa­af­greiðslunn­ar, sagði þetta eng­an gleðidag. Þrátt fyr­ir það væri ástæða til að kveðja áhöfn Mána­foss með virkt­um, því þar væru á ferðinni sjó­menn sem gott hefði verið að eiga sam­starf við.

Þegar Mána­foss lét svo úr höfn, svo ful­lestaður að ekki komst allt um borð sem þurfti að fara, þeyttu starfs­menn Skipa­af­greiðslunn­ar flaut­ur bíla sinna í kveðju­skyni. Stein­ar Magnús­son skip­stjóri Mána­foss svaraði í sömu mynt í þann mund sem skipið sigldi hjá brim­varn­argarðinum nýja, þar sem fram­kvæmd­ir við nýj­an viðleg­kant fyr­ir stór skip eru í full­um gangi þessa dag­ana.

Steinar Magnússon og Hannes Höskuldsson

Stein­ar Magnús­son, skip­stjóri á Mána­fossi, og Hann­es Hösk­ulds­son, eig­andi Skipa­af­greiðslu Húsa­vík­ur, í kveðjukaff­inu fyrir tíu árum.

Mánafoss kveðurMána­foss læt­ur úr höfn á Húsa­vík í síðasta skipti, starfs­menn Skipaf­greiðslu Húsa­vík­ur horfa á eft­ir skip­inu. 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744