Forstjóraskipti hjá PCC á Bakka

Jökull Gunnarsson, sem var ráðinn forstjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka síðasta haust, hefur sagt starfi sínu lausu.

Forstjóraskipti hjá PCC á Bakka
Almennt - - Lestrar 704

Jökull Gunnarsson. Lj. PCC Bakki.
Jökull Gunnarsson. Lj. PCC Bakki.

Jökull Gunnarsson, sem var ráðinn forstjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka síðasta haust, hefur sagt starfi sínu lausu.

RÚV greindi frá þessu en tilkynnt var um þessar breytingar á starfsmannafundi á Bakka í dag. 

Í samtali við fréttastofu RÚV sagði Jökull persónulegar ástæður séu fyrir ákvörðuninni og að hann hafi ákveðið að flytja aftur heim á suðvesturhornið. 

Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá TDK á Akureyri, áður Becromal, tekur við forstjórastarfinu. Hann sagðist í samtali við fréttastofu RÚV hefja störf í apríl. „Þetta leggst bara prýðilega í mig, margar áskoranir framundan en áhugavert verkefni,“ segir Rúnar.

Lesa meira


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744