Flugeldasalan fer vel af stað

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda hófst í gær en hún er til húsa í Nausti, húsi Björgunarsveitarinnar Garðars, Slysavarnardeildar kvenna og Rauða

Flugeldasalan fer vel af stað
Almennt - - Lestrar 215

Kiwanismenn voru með flugeldasýningu í kvöld.
Kiwanismenn voru með flugeldasýningu í kvöld.

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda hófst í gær en hún er til húsa í Nausti, húsi Björgunar-sveitarinnar Garðars, Slysavarnar-deildar kvenna og Rauða krossdeildarinnar á Húsavík.

Að sögn Kiwanismanna hefur salan farið vel af stað en gengið er inn á neðri hæð hússins, bak við Gamla Bauk.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Sigurgeir Aðalgeirsson og Björn Viðar voru á vaktinni í dag þegar ljósmyndara 640.is bar að garði. Eins og sjá má eru Kiwanismenn  með grímunotkunina á hreinu auk þess sem aðrar sóttvarnarreglur og fjarlægðarmörk eru virt á sölustaðnum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Þeir sem ekki hafa áhuga á að kaupa flugelda geta keypt svokallað rótarskot. Með kaupum á því er öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna styrkt og um leið staðið við bakið á skógrækt í landinu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hélt flugeldasýningu á Norðurgarðinum í kvöld til að minna á söluna.

Flugeldasalan verður opin sem hér segir:

Miðvikudaginn 30. des. Kl. 13 - 22.
Fimmtudaginn 31. des. Kl. 10 - 15.
 
Eins og áður rennur allur ágóði flugeldasölu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda til líknar- og björgunarmála.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744