Eiríkur Örn Norđdahl les upp úr Náttúrlögmálunum á HÉRNA

Í tilefni útgáfu skáldsögunnar Náttúrulögmálin, sem kom út hjá Máli og menningu ţann 19. október síđastliđinn, ćtlar höfundurinn Eiríkur Örn Norđdahl ađ

Eiríkur Örn Norđdahl.
Eiríkur Örn Norđdahl.

Í tilefni útgáfu skáldsögunnar Náttúrulögmálin, sem kom út hjá Máli og menningu ţann 19. október síđastliđinn, ćtlar höfundurinn Eiríkur Örn Norđdahl ađ heimsćkja Norđurland nćstu daga međ skemmtidagskrá og skottiđ fullt af bókum.

Eiríkur Örn mun verđa á kaffihúsinu HÉRNA á morgun, ţriđjudag 31. október, ţar sem hann mun lesa upp úr Náttúrulögmálunum, segja frá sögusviđinu, hitta lesendur, sýna gamlar ljósmyndir, svara spurningum, strauja kort og árita bćkur.

Ađsend mynd

Um bókina frá útgefanda, Máli og menningu:

„Hafiđ ţér heyrt af ţjóđtrú ţeirri sem segir ađ ef sjö prestar og einn eineygđur standi fyrir dyrum Ísafjarđarkirkju muni Gleiđarhjalli allur losna af Eyrarfjalli og hrynja yfir bćinn? Og ţar međ verđi bundinn endi á alla mannabyggđ á Ísafirđi?“

Snemma sumars áriđ 1925 hefur yngsti, fegursti og jafnfram óviljugasti biskup Íslands, herra Jón Hallvarđsson, kallađ til prestastefnu á Ísafirđi. Megintilgangurinn virđist vera ađ storka ţjóđtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum. En međ uppátćki sínu hleypir biskup af stađ ófyrirsjáanlegri sjö daga atburđarás ţar sem náttúra stađarins kallast á viđ náttúru mannsins.

Náttúrulögmálin er skáldsaga sem gefur einstaka og karnivalíska mynd af kaupstađarlífi Ísafjarđar á miklum umbreytingartímum í sögu ţjóđarinnar og heimsbyggđarinnar allrar. Hér er brugđiđ á leik međ heimildir og sögulegar stađreyndir í hrífandi og bráđskemmtilegri sögu.

Um höfundinn:

Eiríkur Örn Norđdahl er rithöfundur, ţýđandi og ljóđskáld.

Hann hefur gefiđ út níu skáldsögur, nú síđast Náttúrulögmálin. Bćkur hans hafa veriđ ţýddar á fjölda mála, ţćr hafa komiđ út víđa um heim og fyrir ţćr er hann margverđlaunađur. Fyrir skáldsöguna Illsku hlaut hann Íslensku bókmenntaverđlauninBókmenntaverđlaun starfsfólks bókaverslana, frönsku Transfuge-verđlaunin (sem hann hlaut aftur fyrir Heimsku) og var bókin auk ţess tilnefnd til Bókmenntaverđlauna NorđurlandaráđsMedici-verđlaunanna og Prix Meilleur Livre Étranger. Eiríkur hefur einnig gefiđ út átta ljóđabćkur, eina barnabók, ritstýrt tveimur bókum um ljóđlist, gefiđ út safn ritgerđa um ljóđlist á ensku og skrifađ stutta bók um bókaţjófnađ og höfundarrétt. Ţess utan hefur hann ţýtt fjölda bóka, ţar á međal valin ljóđ eftir Allen Ginsberg, safn erlendra framúrstefnuljóđa og skáldsöguna Móđurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem, en fyrir ţá síđastnefndu hlaut hann Íslensku ţýđingarverđlaunin 2008. Nýjasta ţýđing hans er Hvítsvíta eftir Athenu Farrokhzad, sem kom út áriđ 2017 hjá Máli og menningu.

Eiríkur hefur veriđ stađarskáld í Vatnasafninu á Stykkishólmi, í bođi Stykkishólmsbćjar og listasjóđsins Art Angel, sem og í Villa Martinson í Jonsered í Svíţjóđ (2015) og í AIR Krems í Austurríki (2018). Áriđ 2010 hlaut Eiríkur viđurkenningu úr Fjölíssjóđi. Eiríkur var Bćjarlistamađur Ísafjarđarbćjar 2014-2015. Hann hefur hlotiđ aukaverđlaun Ljóđstafs Jóns úr Vör, Menningarverđlaun DV 2017 fyrir ljóđabókina Óratorreksérstaka viđurkenningu á kvikljóđahátíđinni Zebra Poetry Film Festival í Berlín, Sparibollann fyrir fegurstu ástarjátninguna og Rauđu fjöđrina, erótísk stílverđlaun lestrarfélagsins Krumma. Ţá var barnabókin Frankensleikir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverđlaunanna 2022 sem og Barnabókaverđlauna Reykjavíkurborgar.

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744