Dýrt slökkvilið

Í nýbirtri fjárhagsáætlun Norðurþings til ársins 2024 er greinargott yfirlit um helstu málaflokka eins og venjulega þegar hún birtist á þessum tíma á

Dýrt slökkvilið
Aðsent efni - - Lestrar 826

Valdimar Halldórsson.
Valdimar Halldórsson.

Í nýbirtri fjárhagsáætlun Norðurþings til ársins 2024 er greinargott yfirlit um helstu málaflokka eins og venjulega þegar hún birtist á þessum tíma á hverju ári. 

Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að sjóða saman áætlun á óvissutímum eins og nú eru. 

Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að sjóða saman áætlun á óvissutímum eins og nú eru.  

Þessi fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að PCC komist af stað á næsta ári eftir rekstrarstopp sem er auðvitað óskandi en þó ekki í hendi.  Eins er vonandi að ferðþjónustan komist vel af stað næsta sumar og svo af fullum krafti árið 2022 sem getur þá orðið ansi kröftugt þar sem Ísland mun örugglega verða vinsæll áfangastaður vegna sérstöðu umfram mörg önnur lönd.

Í þessari stuttu grein ætlar undirritaður ekki að kafa ofan í fjárhagsáætlunina.  Þó er þar einn málaflokkur sem hefur nokkra sérstöðu umfram aðra þegar lesið er hratt í gegnum þessa áætlun.  Þar er um að ræða lið númer sjö, „Brunamál og almannavarnir“.  Í fjárhagsáætluninni kemur fram rekstrarniðurstaða 2019 og útgönguspá 2020 og svo áætlun fyrir árin 2021-2024. Þar eru tilteknar tekjur sem eru fyrir hendi og svo rekstrarútgjöld og mismunurinn er rekstrarniðurstaða.  Það vekur athygli við skoðun á þessum lið að tekjur (væntanlega þjónustusamningar við PCC og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga osfrv) gefa eftir frá árinu 2019 og verða lægri í ár og lítið breyttar á árinu 2021 miðað við núverandi ár. 

Á sama tíma hækka laun og annar kostnaður verulega í ár.  Þetta veldur því að rekstrarniðurstaða fyrir „Brunamál og almannavarnir“ fer úr því að vera neikvæð um 52 m.kr árið 2019 og verður orðin neikvæð um 89 m.kr árið 2024.  Þetta er gríðarleg byrði fyrir skuldsett sveitarfélag eins og Norðurþing. 

Það sem vekur furðu er af hverju útgjöld hækka svona mikið umfram tekjur. Á meðfylgjandi mynd þar sem tölur eru teknar beint uppúr fjárhagsáætluninni og eldri fjárhagsáætlunum má sjá þróunina myndrænt.

Það er erfitt að skilja svona tölur og málið þarfnast útskýringar.

Ljósmynd - Aðsend

Valdimar Halldórsson

Höfundur er íbúi í Norðurþingi

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744