Botnsvatnshlaup Landsbankans í sólaryl

Að venju tóku Húsvíkingar og gestir á rás á Mærudögum.

Botnsvatnshlaup Landsbankans í sólaryl
Íþróttir - - Lestrar 763

Um hundrað manns hlupu Botnsvatnshlaupið.
Um hundrað manns hlupu Botnsvatnshlaupið.

Að venju tóku Húsvíkingar og gestir á rás á Mærudögum þegar hlaupahópurinn Skokki hélt Botnsvatnshlaup Landsbankans og bauð upp á andlega og líkamlega næringu í formi einstakrar náttúru og hreyfingar í hefðbundinni sumarblíðu.

Tæplega hundrað þátttakendur tóku þátt að þessu sinni. Boðið var upp á 2,6 km. og 7,6 km. skokk, umhverfis Botnsvatn og niður með Búðará í skrúðgarðinn á Húsavík.

Hlutskörpust í styttri vegalengdinni voru Dagný Björk Aðalsteinsdóttir á 12:39 og Aron Heimisson á 10:55.

Í lengri vegalendinni urðu hlutskörpust Valgerður Sæmundsdóttir á 36:23 og Snæþór Aðalsteinsson á 31:13. 

Heildarúrslit hlaupsins má skoða hér

Botnsvatnshlaup

Botnsvatnshlaup

Meðfylgjandi myndir tók Fríður Helga Kristjánsdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744