Árleg afhending Skjálfanda á reiðhjólahjálmum til 7 ára barna

Í síðustu viku afhendu félagar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna á Húsavík, Öxarfirði, Raufarhöfn og Langanesbyggð

Í síðustu viku afhendu félagar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna á Húsavík, Öxarfirði, Raufarhöfn og Langanesbyggð reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanis og Eimskip.

Það hefur klúbburinn nú gert í nær 30 ár og er það eitt af mest gefandi verkefnum sem við sinnum. Að sjálfsögðu var farið að settum reglum um sóttvarnir við afhendinguna, enda hlíðum við Víði !

Venja hefur verið að heimsækja skólana á austur svæðinu og hitta krakkana með kynningu og hvatningu um að fara varlega í umferðinni og nota alltaf hjálmanna þegar farið er út að hjóla.

En á Húsavík hefur 1. bekkingum ásamt aðstandendum verið boðið að Kiwanishúsinu þar sem hjálmarnir hafa verið afhentir og boðið upp á grillaðar pylsur ofl. Lögreglan hefur ætið mætt og frætt börnin um öryggi í umferðinni og mikilvægi hjálmanotkunar.

Nú við þessar óvenjulegu aðstæður var ekki hægt að bjóða í grillveislu eða fá að koma í heimsókn í skólana. Var því gripið til þess ráðs að fá skólastjórnendur í skólum á austur svæðinu til að afhenda hjálmana að þessu sinni í sínum skólum.

Á Húsavík fóru Kiwanisfélagar í heimsókn heim til barnanna og færðu þeim hjálmana og létu þess getið að þau væru velkomin í grillið á næsta ári.

Gekk þetta góða og skemmtilega verk vel við þessar sérstæðu aðstæður og nú eiga öll 7 ára börn á svæðinu að hafa fengið sinn hjálm frá Kiwanisklúbbnum Skjálfanda og Eimskip.

Vonandi gengur öllum börnunum vel í umferðinni á hjólunum sínum í sumar með Kiwanishjálm og hafa öryggið í fyrirrúmi.

f.h. Kiwanisklúbbsins Skjálfanda Egill Olgeirsson


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744