And­lát: Sig­urđur Hall­m­ars­son

Sig­urđur Hall­m­ars­son, fyrr­ver­andi kenn­ari, skóla­stjóri og frćđslu­stjóri, lést á Heil­brigđis­stofn­un Ţing­ey­inga, Húsa­vík, sunnu­dag­inn 23.

And­lát: Sig­urđur Hall­m­ars­son
Almennt - - Lestrar 424

Sigurđur Hallmarsson.
Sigurđur Hallmarsson.

Sig­urđur Hall­m­ars­son, fyrr­ver­andi kenn­ari, skóla­stjóri og frćđslu­stjóri, lést á Heil­brigđis­stofn­un Ţing­ey­inga, Húsa­vík, sunnu­dag­inn 23. nóv­em­ber síđastliđinn, nćr 85 ára ađ aldri.

 

Sig­urđur fćdd­ist á Húsa­vík 24. nóv­em­ber 1929. For­eldr­ar hans voru Jón­ína Katrín Sig­urđardótt­ir hús­móđir og Hall­m­ar Helga­son sjó­mađur. Sig­urđur lauk gagn­frćđaprófi frá Gagn­frćđaskóla Húsa­vík­ur 1947 og kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­skóla Íslands 1951. Hann nam viđ Leik­list­ar­skóla Lárus­ar Páls­son­ar 1948 til 1951 og út­skrifađist sem mynd­mennta­kenn­ari frá Mynd­lista- og handíđaskóla Íslands 1968. Hann stundađi einka­nám í mynd­list hjá Pétri Friđrik list­mál­ara og sótti ýmis nám­skeiđ.

Sig­urđur var kenn­ari lengst af, frá 1947 til 1972, međal ann­ars í Flat­ey á Skjálf­anda, á Ak­ur­eyri og Húsa­vík. Hann var skóla­stjóri Barna­skóla Húsa­vík­ur 1972-1987, frćđslu­stjóri Norđur­lands eystra 1987-1989 og sinnti kennsluráđgjöf í list­grein­um frá 1991. Hann var fram­kvćmda­stjóri Sjúkra­húss Húsa­vík­ur 1961-1966, í stjórn Leik­fé­lags Húsa­vík­ur 1954-1970 og formađur um ára­bil. Hann var mik­ill fé­lags­mađur og sat í ýms­um ráđum og nefnd­um. Hann leik­stýrđi mörg­um verk­um, var stjórn­andi Lúđrasveit­ar Húsa­vík­ur um ára­bil og hélt marg­ar mál­verka­sýn­ing­ar. Hin síđari ár stjórnađi hann Sól­set­ur­kórn­um á Húsa­vík, allt til vors 2014. Hann fékk lista­manna­laun 1989 og hlaut Hina ís­lensku fálka­orđu.

Her­dís Krist­ín Birg­is­dótt­ir, eig­in­kona Sig­urđar, fćdd­ist 15. júlí 1926. Hún andađist 16. októ­ber síđast liđinn. Ţau eiga ţrjú börn, níu barna­börn og fjög­ur barna­barna­börn.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744