„Örugg­lega fal­legra en Geys­ir“

Ein af þrem­ur niður­rennslis­hol­um við Þeistareyki sprakk í dag og stend­ur 50 - 100 metra hár gufustrók­ur upp úr henni.

„Örugg­lega fal­legra en Geys­ir“
Almennt - - Lestrar 313

Strókur­inn er allt að 100 metr­ar á hæð.
Strókur­inn er allt að 100 metr­ar á hæð.

Ein af þrem­ur niður­rennslis­hol­um við Þeistareyki sprakk í dag og stend­ur 50 - 100 metra hár gufustrók­ur upp úr henni. 

Frá þessu er greint á mbl.is í kvöld og segir Hreinn Hjart­ar­son, yf­ir­verk­fræðing­ur Lands­virkj­un­ar á staðnum að vatnið sé um 200 gráðu heitt, en hol­an verður kæld niður á næstu dög­um áður en loki verður sett­ur á hana.

 

„Hol­an fór í gos og nú sprautast upp í loftið heit gufa,“ seg­ir Hreinn. Hann tek­ur fram að ekk­ert skemm­ist við þetta og því sé ekk­ert stress í mönn­um held­ur verði 30 sek­úndu metr­um af köldu vatni dælt niður í aðra holu sem er í um 20 metra fjar­lægð til að kæla svæðið yfir næstu daga. 

Það var aldrei sett­ur loki á hol­urn­ar þar sem eng­inn bjóst við gosi á þess­um stað.

Hreinn seg­ir að þeir hafi aft­ur á móti lent á ein­hvers­kon­ar gufutappa sem hafi sprungið og myndi nú tign­ar­legt og flott gufugos. „Þetta er ör­ugg­lega fal­legra en Geys­ir var,“ seg­ir hann, en eins og fyrr seg­ir nær strókur­inn allt að 100 metra upp í loftið. Til sam­an­b­urðar voru gos í Geysi um 70 metr­ar meðan hann gaus. (mbl.is)

Meðfylgjandi mynd tók Hreinn Hjartarson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744