Yfir 40 komur skemmtiferðaskipa til Húsavíkur bókaðar í sumar

Gert er ráð fyrir 44 komum skemmtiferðaskipa til Húsavíkur á komandi sumri.

NG Explorer við Þvergarðinn í fyrra.
NG Explorer við Þvergarðinn í fyrra.

Gert er ráð fyrir 44 komum skemmtiferðaskipa til Húsavíkur á komandi sumri.

Fyrsta skipið er samkvæmt áætlun í byrjun maí og síðasta í lok september.

"Flest skipanna hafa komið áður en eitthvað er um skip sem eru að koma í fyrsta skipti til Húsavíkur.

Það er eins og áður segir búið að bóka 44 skipakomur en þetta getur breyst eitthvað til og frá.

Það verður því mikið líf og fjör á höfninni og í bænum í sumar og þjónustuaðilar ættu að hafa í nógu að snúast við að þjónusta ferðafólk" segir Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri Norðurþings.

Meðfylgjandi er listi yfir þau skemmtiferðaskip sem eru væntanleg til Húsavíkur í sumar.

Ljósmynd - Aðsend

Með því að smella á listann er hægt að skoða hann í hærri upplausn.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

NG Endurance kom í fyrra en er ekki á listanum í ár.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

NG Explorer kemur aftur í sumar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744