Völsungur og Eimskip halda samstarfi sínu áfram

Á dögunum endurnýjuðu Eimskip og knattspyrnudeild Völsungs samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára.

Völsungur og Eimskip halda samstarfi sínu áfram
Íþróttir - - Lestrar 145

Ingvar Björn og Vilhjálmur handsala samninginn.
Ingvar Björn og Vilhjálmur handsala samninginn.

Á dögunum endurnýjuðu Eimskip og knattspyrnudeild Völsungs samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára.

Það voru Vilhjálmur Sigmundsson, svæðisstjóri Eimskips á Norðurlandi eystra og Ingvar Björn Guðlaugsson úr knattspyrnuráði sem sáu um undirritanir.

"Markmið samningsins er að styrkja Völsung og styðja félagið í íþrótta og uppeldsilegu hlutverki sínu ásamt því að auka sýnileika Eimskip á Húsavík. Skilti fyrirtækisins og auglýsingar má finna á vallarsvæðinu á Húsavík auk þess sem merki Eimskip er á búningum karlaliðsins.
Við þetta má einnig bæta að Eimskip hefur veitt frábæran afslátt af flutningsgjöldum fjáröflunarvara Völsungs gegnum tíðina og er gott að halda því á lofti" segir í fréttatilkynningu frá Völsungi.
 
Þar segir jafnframt:
 
"Við í knattspyrnuráði erum gífurlega þakklát áframhaldandi samstarfi við Eimskip og kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Eimskip er stór og mikilvægur vinnustaður á Húsavík, með 21 stöðugildi, en starfsemin á svæðinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og dafnar vel. Með tilkomu iðnaðarsvæðisins á Bakka hófust til að mynda strandsiglingar á vegum fyrirtækisins aftur eftir 11 ára hlé".
 
Ljósmynd Hafþór - 640.is
Ingvar Björn Guðlaugsson og Vilhjálmur Sigmundsson.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744