Völsungar styrkja sig fyrir baráttuna í sumar

Meistaraflokkur Völsungskvenna í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk erlendis frá fyrir komandi tímabil.

Völsungar styrkja sig fyrir baráttuna í sumar
Íþróttir - - Lestrar 228

Samara De Freitas og Mar Sanchez th.
Samara De Freitas og Mar Sanchez th.

Meistaraflokkur Völsungskvenna í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk erlendis frá fyrir komandi tímabil. 

Markvörðurinn Mar Sánchez Celdrán er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur til með að verja mark Völsunga í 2.deildinni í sumar.
 
Einnig hefur sóknarþenkjandi miðjumaðurinn Samara Lino skrifað undir samning við Völsung um að leika með liðinu út leiktíðina. Samara kemur frá Brasilíu og hefur leikið í háskólaboltanum í USA. Hún er leikin, útsjónarsöm og marksækin og á klárlega eftir að styrkja sóknarleik liðsins í sumar.
 
Mikil ánægja er í herbúðum Völsungs með undirskriftirnar og væntir félagið mikils af þeim Mar og Samara í sumar.
 
Meistaraflokksráð kvenna vinnur í þessum töluðu orðum að klára síðustu samningana við yngstu leikmenn liðsins fyrir sumarið enda er hugur í öllum að gera tímabilið 2021 eftirminnilegt!

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744