Unnið að uppsetning húseininga við BorgarhólsskólaAlmennt - - Lestrar 264
Í vikunni hafa verktakar unnið að uppsetningu færanlegra hús-eininga við Borgarhólsskóla.
Frá þessu segir á heimasíðu Norðurþings en aðstaðan hefur fengið heitið „Skýið“.
Hún mun hýsa hluta af starfsemi Borgarhólsskóla á meðan unnið er að uppbyggingu framtíðarhús-næðis fyrir Frístund og félagsmiðstöð.
Bæði fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð hafa einróma staðfest niðurstöðu spretthóps um staðsetningu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöðvar á Húsavík.
Niðurstaða spretthópsins er að leggja til að byggt verði við austurenda Borgarhólsskóla, í átt að Framhaldsskólanum. Afgreiðslur ráðanna munu verða til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn á næsta fundi þann 28. september nk.