Umferð að Kröflu eykst á milli áraAlmennt - - Lestrar 100
Á vefsíðu Gaums, sjálfbærni-verkefnisins á Norðurlandi eystra, kemur fram að umferð að Kröflu jókst um 84% á milli áranna 2020 og 2021.
Á árinu 2021 komu 41.272 bílar að Kröflu í samanburði við 22.374 bíla árið áður. Þó aukningin sé mikil þá hafa ekki færri bílar komið að Kröflu á vöktunartíma Gaums en þessi tvö ár.
Árið 2016 komu 68.400 bílar þangað og árið eftir sem er það ár sem flestir bílar hafa komið að Kröflu á vöktunartímanum komu 94.712 bílar að Kröflu.
Umferð að Þeistareykjum hefur dregist samn frá árinu 2018 og heldur sú þróun áfram á árinu 2021. Alls komu 4.207 bílar að Þeistareykjum árið 2021 en flestir voru þeir árið 2017, alls 25.522.
Vísir 1.7 sýnir þróun umferðar við Kröflu og Þeistareyki.