Ţingiđn skorar á stjórnvöld ađ leysa fjárhagsvanda VMA til framtíđarFréttatilkynning - - Lestrar 386
Á ađalfundi Ţingiđnar, félags iđnađarmanna í Ţingeyjarsýslum sem haldinn var í gćr urđu umrćđur um stöđu Verkmenntaskólans á Akureyri.
Eftir umrćđur var eftirfarandi ályktun lögđ fram og samţykkt samhljóđa:
„Ađalfundur Ţingiđnar, félags iđnađarmanna í Ţingeyjarsýslum lýsir yfir ţungum áhyggjum af stöđu verknáms í landinu. Fyrir liggur ađ ungt fólk velur frekar bóknám ađ loknum grunnskóla en verknám.
Međal skólafólks er atvinnuleysi helst til stađar hjá fólki sem velur bóknám ađ loknu grunnskólanámi, engu ađ síđur skráir verulegur meirihluti sig í ţess háttar nám. Eđlilegt er ađ hlutfalliđ á milli ţeirra sem velja bóknám og verknám sé jafnara ţar sem gríđarleg vöntun er á fólki til starfa međ slíka menntun. Ţessari vöntun hefur veriđ mćtt međ innflutningi á iđnmenntuđu fólki. Lausnin felst ekki ţví, lausnin felst í ţví ađ setja aukin kraft í verknám á Íslandi.
Fréttir berast af alvarlegum fjárhagsvandrćđum Verkmenntaskólans á Akureyri. Stađa skólans nú um stundir er sú ađ kennarar segja hann nánast gjaldţrota samkvćmt ályktun kennarafélags skólans frá 18. maí síđastliđnum. Skólinn er helsta verknámsstofnun landsbyggđarinnar og ţađ er hrein ađför ađ verknámi á landsbyggđinni ađ stađan sé ţessi. Ţingiđn skorar á stjórnvöld ađ leysa fjárhagsvandrćđi skólans til framtíđar eins fljótt og auđiđ er.“