Tap fyrir Leikni F

Völsungar fengu Leikni frá Fáskrúðsfirði í heimsókn á Vodafonevöllinn í dag en veður var gott til knattspyrnuiðkunar.

Tap fyrir Leikni F
Íþróttir - - Lestrar 241

Bjarki Baldvinsson skorar hér gegn Leikni.
Bjarki Baldvinsson skorar hér gegn Leikni.

Völsungar fengu Leikni frá Fáskrúðsfirði í heimsókn á Vodafonevöllinn í dag en veður var gott til knattspyrnu-iðkunar.

Í stuttu máli sagt komust Völsungar yfir þegar skammt var til hálfleiks og var það Bjarki Baldvinsson sem skoraði með góður skoti utan teigs.

S.s heimamenn leiddu í leikhlé en gestirnir komu til baka í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk.

Völsungar eru með sjö stig eftir sex umferðir í 2. deildinni og sitja í níunda sæti.

Þá er frá því að segja að kvennalið Völsungs sótti Fjarðarbyggð/Hött/Leikni heim í Fjarðarbyggarhöllina í gærkveldi og guldu afhroð. Heimastúlkur skoruðu sjö mörk án þess að Völsungur næði að svara fyrir sig.

Völsungur er með 12 stig eftir fimm umferðir í 2. deild en Fjarðartbyggð/Höttur/Leiknir sitja á toppnum með 15 stig.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744