Super Break mun fljúga áfram til AkureyrarFréttatilkynning - - Lestrar 340
Flugklasinn AIR 66N, sem vinnur að markaðssetningu Akureyrarflugvallar tilkynnti í dag að breska ferðaskrifstofan Super Break muni halda áfram áætlunarflugi til Akureyrar næsta vetur.
Í tilkynningunni segir að breytingar verða gerðar á skipulaginu og er áætlað að fyrstu ferðirnar verði farnar í byrjun febrúar 2020, em það er seinna en verið hefur, og að flogið verði hingað fram í apríl.
Chris Hagan, sem hefur yfirumsjón með verkefninu hjá Super Break, segir að 14 ferðir verði settar í sölu til að byrja með frá mikilvægustu héraðsflugvöllunum í Bretlandi.
Vonir standa til þess að hægt verði að bæta fleiri ferðum við en þetta verður þriðji veturinn sem Super Break býður upp á þessar ferðir milli Akureyrar og Bretlands. Það er breska flugfélagið Titan Airways sem sér um Íslandsflugið fyrir Super Break.