Sumarklassíkin heldur áfram í SafnahúsinuFréttatilkynning - - Lestrar 532
Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík er ný tónleikaröð sem tónlistarkonan Lára Sóley Jóhannsdóttir stendur fyrir í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga.
Fyrstu tónleikarnir fóru fram í júlí og voru vel sóttir.
Á næstu tónleikum sem fram fara á morgun, miðvikudaginn 3. ágúst, koma fram píanóleikarinn Steinunn Halldórsdóttir, þverflautuleikarinn Adrienne Davis og söngkonan Hólmfríður Benediktsdóttir. Þær eru allar starfandi tónlistarkonur og kennarar í Norðurþingi.
Á tónleikunum flytja þær sín uppáhalds verk eftir Mozart, franska tónlist og sönglög eftir Sibelius, Schubert og Þórarinn Guðmundsson.
Miðaverð er kr. 2000 og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands Eystra og Norðurþingi.