Styrkjum Freyju á Grænavatni

Freyja Kristín Leifsdóttir býr með Haraldi Helgasyni manni sínum á Grænavatni.

Styrkjum Freyju á Grænavatni
Fréttatilkynning - - Lestrar 857

Grænavatn.
Grænavatn.

Freyja Kristín Leifsdóttir býr með Haraldi Helgasyni manni sínum á Grænavatni.

Í sumar greindist hún með krabbamein í annað sinn. Í fyrra skiptið var það krabbmein í brjósti en núna er það krabbamein í mænuvökva.

Þegar einhver í okkar litla samfélagi lendir í svona miklum erfiðleikum þá snertir það okkur öll. Freyja hefur þurft að dvelja mikið á sjúkrahúsinu á Akureyri í veikindum sínum og hefur Harri ferðast flesta daga á milli heimilis og Akureyrar til að geta verið með henni. Það er því ljóst að ferðakostnaður er töluverður hjá þeim, fyrir utan allan annan kostnað sem fylgir svona alvarlegum veikindum.

Við getum ekki linað þjáningar þeirra en við getum létt undir með þeim fjárhagslega og gert þeim kleift að dreifa huganum á þessum erfiðu tímum.

Höfum við því stofnað reikning til styrktar þeim í Sparisjóði Suður- Þingeyinga.

Reikningsnúmerið er: 1110-05-408080 kt. 061267-4689

Þeir sem vilja leggja þeim lið geta lagt inn á reikninginn í Sparisjóðnum, því ekki veitir af liðsinni okkar í þessum miklu veikindum.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Með fyrirfram þökk,

vinir Freyju og Harra.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744