Sólarferðir beint frá Akureyri til Antalya

Norræna ferðaskrifstofan Nazar ætlar að auka umsvif sín hér á landi næsta sumar og bjóða upp sólarlandaferðir frá Akureyri auk Keflavíkur.

Sólarferðir beint frá Akureyri til Antalya
Fréttatilkynning - - Lestrar 717

Sólarlíf í Antalya
Sólarlíf í Antalya

Norræna ferðaskrifstofan Nazar ætlar að auka umsvif sín hér á landi næsta sumar og bjóða upp sólarlandaferðir frá Akureyri auk Keflavíkur.

Nazar, sem er í eigu einnar stærstu ferðasamsteypu í heimi, TUI Travel PLC., hefur síðan 2004 selt ”Allt Innifalið” ferðir til Tyrklands. 

Þar er það fjölskyldan sem er í fyrirrúmi, enda boðið upp á draumafrí fjölskyldunnar með íslenskum fararstjórum, íslenskum barnaklúbbum, sundskóla, unglingaklúbbum og frábærum vatnsskemmtigörðum á hótelunum.

Flogið er til Antalya á Tyrklandi sem er gríðarlega vinsæll og fallegur ferðamannastaður. Samkeppnisaðilar Nazar á Íslandi hafa ekki verið að bjóða upp á ferðir þangað og það sem boðið sé upp á í ferðum Nazar er líka alveg einstakt að því er kemur fram í fréttatilkynningu:

Nú í ár var fyrsta árið okkar á Íslandi og við flugum vikulega til Tyrklands frá lok maí – byrjun september. Við vorum með það að markmiði að selja 2.000 ferðir frá Íslandi fyrsta árið, og við náðum því markmiði og gott betur en það og þurftum að bæta inn fjórum auka brottförum til að verða við eftirspurn gesta okkar. Það voru þónokkrir Akureyringar sem höfðu samband við mig og vildu fá okkur til að fljúga frá Akureyrir. "Ég ákvað að hlusta á þessar athugasemdir og spurðist þá fyrir um hvenær fólk vildi helst fljúga frá Akureyrir til Tyrklands. Þar sem lang flestir sögðust vilja komast í sólina í október ákváðum við að bjóða upp á fjórar brottfarir frá 30.september – 21. Október”, segir Kemal forstjóri Nazars, aðspurður um af hverju hann valdi að hefja flug frá Akureyri.

Markmið okkar á Íslandi er að verða fyrsta val fjölskyldunnar, þegar kemur að því að velja utanlandsferðir. Við viljum að íslenskar fjölskyldur, og þá sérstaklega börnin geti fengið íslenska þjónustu í sumarferðunum sínum til Tyrklands.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744