Sigrar á heimavelli

Völsungar tóku á móti KH í 2. deild kvenna í gær og sigruðu 7-1 í góðum leik sem fram fór í frábæru veðri.

Sigrar á heimavelli
Íþróttir - - Lestrar 102

Rakel skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark.
Rakel skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark.
Völsungar tóku á móti KH í 2. deild kvenna í gær og sigruðu 7-1 í góðum leik sem fram fór í frábæru veðri.
 
Hildur Anna Brynjarsdóttir og Krista Eik Harðardóttir skoruðu báðar á fyrstu fimm mínútum leiksins og Krista lét kné fylgja kviði með sínu öðru á þeirri 18.mínútu.
 
Harpa Ásgeirsdóttir og Halla Bríet Kristjánsdóttir bættu við mörkum fyrir hlé og 5-0 staðan í hálfleik.
 
Berta María Björnsdóttir bætti við sjötta markinu áður en Rakel Hólmgeirsdóttir rak lokahnykkinn á sigurverkið með sínu fyrsta meistaraflokksmarki.
 
Frábær sigur hjá Völsungum sem sitjaí 2.sæti deildarinnar með 25 stig.

Völsungar mæta toppliði Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði næsta laugardag og gera atlögu að toppsætinu.

Á laugardag tóku Völusungstrákarnir á móti Víkingunum frá Ólafsvík og höfðu harma að hefna frá því í vor.
 
Og það tókst með þrumumarki Elmars Arnar Guðmundssonar sem negldi boltanum upp í vinkilinn í fyrri hálfleik.
 
Þrjú stig þar og Völsungar eru í fimmta sæti 2. deildar með 19 stig líkt og Þróttur V sem situr í 4. sæti á betri markatölu.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744