Rekstrarhagnađur RARIK 2021 nam 2,1 milljarđi króna -

Á ađalfundi RARIK sem haldinn var á dögunum kom m.a. fram ađ rekstur RARIK samstćđunnar gekk ágćtlega á árinu 2021. Fráfarandi stjórn RARIK var

Rekstrarhagnađur RARIK 2021 nam 2,1 milljarđi króna -
Fréttatilkynning - - Lestrar 54

Á ađalfundi RARIK sem haldinn var á dögunum kom m.a. fram ađ rekstur RARIK samstćđunnar gekk ágćtlega á árinu 2021. Fráfarandi stjórn RARIK var endurkjörin međ ţeirri einu breytingu ađ í stađ Kristjáns Möller kemur Thomas Möller í stjórnina.

Rekstur RARIK samstćđunnar gekk ágćtlega á árinu 2021. Ekki var eins mikiđ um tjón á dreifikerfinu vegna veđurs eins og veriđ hafđi tvö árin ţar á undan og flćđi raforku um dreifikerfi samstćđunnar jókst frá fyrra ári. Hins vegar minnkađ orkusala dótturfélagsins Orkusölunnar, bćđi vegna vaxandi samkeppni, en einnig vegna minni eigin framleiđslu.

Ţetta er međal ţess sem fram kom á ađalfundi RARIK sem haldin var í dag. Á fundinum gerđi Tryggvi Ţór Haraldsson forstjóri grein fyrir sínum síđasta ársreikningi hjá RARIK eftir gifturíkan feril sem forstjóri fyrirtćkisins í rúm 18 ár en alls hefur hann starfađ hjá RARIK í tćp 42 ár. Stjórn RARIK hefur greint frá ţví ađ Magnús Ţór Ásmundsson, rafmagnsverkfrćđingur og fyrrum forstjóri Alcoa Fjarđaáls hefur veriđ ráđinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann viđ starfinu frá 1. maí nćstkomandi.

Fjárfest fyrir 4,3 milljarđa krónaHeildarfjárfesting RARIK áriđ 2021 í endurnýjun og aukningu stofn- og dreifikerfisins nam 4,3 milljörđum króna sem er svipađ og áriđ á undan. Ţar af var kostnađur viđ ađ endurnýja loftlínukerfi í dreifbýli međ jarđstrengjum og jarđspennistöđvum um 1,7 milljarđur króna og kostnađur viđ nýjar heimtaugar og til ađ mćta auknu álagi rúmar 800 milljónir króna. Fjárfestingar í dreifikerfi raforku voru minni en áriđ áđur, en meiri en í langtímaáćtlunum vegna flýtiverkefna sem studd eru af stjórnvöldum. Fjárfestingar í stofnkerfi voru minni en gert var ráđ fyrir í áćtlunum vegna tafa viđ leyfisveitingar og afgreiđslu á erlendu efni. Fjárfest var í hitaveitum í samrćmi viđ áćtlanir

Afkoma RARIK fyrir fjármagnsliđi var betri en áćtlanir gerđu ráđ fyrir, en fjármagnsliđir hćrri. Rekstrarhagnađur ársins 2021 var 2,1 milljarđar króna sem er tćp 13% af veltu ársins. Rekstrarhagnađur fyrir afskriftir, fjármagnsliđi og skatta (EBITDA) var um 34% sem hlutfall af veltu, eđa 5,6 milljarđar króna. Sóttvarnarađgerđir vegna Covid-19 höfđu talsverđ áhrif á skipulag vinnu en fjárhaglegu áhrifin voru ekki mikil.

Heildareignir RARIK í lok árs 2021 námu tćpum 83.5 milljörđum króna og jukust um rúma 4,6 milljarđa á milli ára. Heildarskuldir námu 29,8 milljörđum króna og hćkkuđu um tćpar 700 milljónir króna frá fyrra ári. Eigiđ fé var rúmir 53,6 milljarđar króna og eiginfjárhlutfall 64,3% samanboriđ viđ 63,1% í árslok 2020.

362 km af jarđstrengjum lagđir

Alls voru lagđir 362 km af jarđstrengjum á árinu og voru ţađ ađ stćrstum hluta verkefni sem voru á áćtlun um endurnýjun dreifikerfisins, en um 100 km voru vegna verkefna sem stjórnvöld ákváđu ađ veita fjármagni í til ađ styrkja brothćttar byggđir og til ađ flýta ţrífösun til mjólkurbćnda og stćrri notanda. Áćtlađ er ađ endurnýjun dreifikerfisins sem unniđ hefur veriđ markvisst ađ undanfarin ár međ ţví ađ fćra loftlínur í jarđstrengi ljúki áriđ 2035. Um síđustu áramót voru liđlega 72% dreifikerfisins komin í jörđ en samanlögđ lengd ţess er um 9.500 km. Međ ţví ađ fćra dreifikerfiđ úr loftlínum í jarđstrengi hefur truflunum vegna náttúruafla fćkkađ mikiđ og á árinu 2021 urđu 53 slíkar truflanir í dreifikerfinu sem er um helmingi fćrri truflanir en í međalári.

Lagningu dreifikerfis jarđhitaveitu í Hornafirđi lokiđ

Jarđhitaveita í Hornafirđi sem tekin í notkun í árslok 2020 leysti af hólmi fjarvarmaveitu á Höfn sem ţar hafđi veriđ rekin frá árinu 1980. Á árinu 2021 var lokiđ viđ lagningu dreifikerfis í ţann hluta bćjarins sem áđur var međ beina rafhitun og stendur nú öllum íbúum á Höfn til bođa ađ tengjast hitaveitunni

Konur međ hćrri grunnlaun en karlar meiri tekjur

Á árinu hlaut RARIK jafnlaunavottun í fyrsta sinn eftir mikla vinnu viđ gerđ verklagsreglna, ferla og framkvćmd launagreiningar. Launagreiningin leiddi í ljós ađ grunnlaun kvenna hjá RARIK eru ögn hćrri en karla. Aftur á móti voru heildarlaun karla töluvert hćrri en kvenna sem skýrist af ţví ađ starfsmenn vinnuflokka fyrirtćkisins vinna töluverđa yfirvinnu auk ţess ađ sinna bakvöktum utan hefđbundins vinnutíma en vinnuflokkarnir eru nćr eingöngu skipađir körlum. Áfram verđur unniđ viđ jafnlaunavottun og launagreiningu ţannig ađ ţađ markmiđ náist ađ greidd verđi sömu laun fyrir jafn verđmćt störf.

Ađgerđaáćtlun í loftlagsmálum

Í samrćmi viđ stefnu fyrirtćkisins samţykktu stjórn og framkvćmdaráđ RARIK ohf. ađgerđa-áćtlun RARIK í loftlagsmálum á árinu 2021 ásamt losunarmarkmiđum til ársins 2030. Ađgerđaáćtlunin og markmiđ RARIK í loftslagsmálum styđja 13. heimsmarkmiđ Sameinuđu ţjóđanna um ađgerđir í loftslagsmálum.

310 milljónir króna arđgreiđsla

Á fundinum var samţykkt ađ greiđa 310 milljónir króna í arđ til Ríkissjóđs Íslands sem er eigandi RARIK vegna ársins 2020. Á fundinum var stjórn félagsins kjörinn en hana skipa: Arndís Soffía Sigurđardóttir, Álfheiđur Eymarsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Thomas Möller og Valgerđur Gunnarsdóttir.

Ljósmynd - Ađsend

Magnús Ţór Ásmundsson ráđinn forstjóri RARIK

Magnús lauk námi í rafmagnsverkfrćđi frá Háskóla Íslands áriđ 1987 og meistaraprófi frá Danmarks Tekniske Universitet 1990. Magnús hefur víđtćka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var framkvćmdastjóri framleiđslu hjá Marel til 2009. Hann var framkvćmdastjóri framleiđsluţróunar hjá Alcoa Fjarđaáli frá 2009 og síđan forstjóri fyrirtćkisins frá 2012 til 2019. Áriđ 2020 tók Magnús viđ starfi forstjóra Faxaflóahafna sf. Magnús hefur setiđ í stjórn Viđskiptaráđs og í stjórnum Háskólans í Reykjavík og Tćkniskólans. Hann hefur jafnframt setiđ í stjórn Landsnets ehf. frá árinu 2020. Hann er einn af stofnendum ferđaţjónustufyrirtćkisins Vök baths á Egilsstöđum og situr í stjórn fyrirtćkisins.

Birkir Jón Jónsson, stjórnarformađur RARIK ohf. segir stjórn hafa veriđ einróma um ráđningu Magnúsar og býđur hann velkominn til starfa. Tryggvi Ţór Haraldsson sem leitt hefur fyrirtćkiđ farsćllega síđan 2003 lćtur af störfum sem forstjóri frá 1. maí en mun verđa Magnúsi innan handar um sinn. Framundan eru spennandi tímar hjá RARIK, áskorun verđur ađ fylgja eftir markmiđum um orkuskipti og loftslagsmál. Jafnframt er mikilvćgt ađ tryggja áframhaldandi framfarir og uppbyggingu á tímum mikilla breytinga og tćkniframfara.

Međfylgjandi ljósmynd tók Friđrik Hreinsson.
  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744