Rafíþróttir komnar á fullt í FSH

Á haustönn 2021 fór Framhaldsskólinn á Húsavík af stað með nám í rafíþróttum í fyrsta sinn.

Rafíþróttir komnar á fullt í FSH
Almennt - - Lestrar 33

Framhaldsskólinn á Húsavík.
Framhaldsskólinn á Húsavík.

Á haustönn 2021 fór Fram-haldsskólinn á Húsavík af stað með nám í rafíþróttum í fyrsta sinn.

"Við undirbúning námsins vorum við í virku samtali við Rafíþróttasamtök Íslands. Við höfum komið á fót fyrsta flokks aðstöðu til kennslu í rafíþróttum í húsnæði skólans og munum halda áfram að bæta hana á næstu árum.

Nemendur virðast vera mjög ánægðir með námið og eru kennslustundir oft mjög líflegar.

Námið samanstendur ekki einungis af hefðbundnum rafíþróttum og tölvuleikjaspilun heldur læra nemendur um markmiðasetningu, viðburðastjórnun, þjálfun, sögu, sálfræði, fjölmiðlafræði, ensku, íslensku og líffræði ásamt öðru sem tengist heimi tölvuleikjanna og einstaklingnum sjálfum.

Það er okkar von að þarna finni nemendur samsvörun með námsefninu og námið muni nýtast sem hagnýtur grunnur inn í framtíðina". Segir á vef skólans en námið er hugsað innan opinnar stúdentsbrautar eða sem val fyrir aðra nemendur.

Rætt var við Sigurð Narfa Rúnarsson kennara í Morgunútvarpinu á Rás 2 á dögunum

 

 

 
 

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744