Passíusálmarnir í Hlöðunni á Akureyri

Passíusálmarnir verða lesnir í dag í Hlöðunni, Litla-Garði á Akureyri.

Passíusálmarnir í Hlöðunni á Akureyri
Fréttatilkynning - - Lestrar 335

Passíusálmarnir verða lesnir í dag í Hlöðunni, Litla-Garði á Akureyri. 

Hlaðan er lítið menningarhús sem hýsir nú sálmana í þriðja sinn. Þarna er baðstofustemming og ekki mikill heilagleiki yfir byggingunni, en sálmarnir njóta sín vel, enda sr. Hallgrímur í góðum tengslum við hið mannlega og stutt í húmorinn hjá honum.

 

Lesarar eru 22, fólk af öllu tagi, allt frá læknariturum til ljótra hálfvita.

Lesturinn hefst klukkan eitt og stendur til rúmlega hálfsex.

Þessir lesa: Skúli Gautason, Þórhildur Örvarsdóttir, Hjálmar Arinbjarnarson, Sædís Gunnarsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Svava Karlsdóttir, Þorvaldur Vestmann, Helga Kvam, Sverrir Páll Erlendsson, Haukur Pálmason, Hlynur Hallsson, Aðalsteinn Bergdal, Hafdís Eygló Jónsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Hólmkell Hreinsson, Lúðvík Áskelsson, Anna Bryndís Sigurðardóttir, Pétur Halldórsson, Hulda Sif Hermannsdóttir, Þórgnýr Dýrfjörð, Þorgeir Tryggvason, Birgir Stefánsson, Sævar Sigurgeirsson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744