Óskir íslenskra barna - Safnahúsinu á Húsavík 9. september – 20. októberFréttatilkynning - - Lestrar 183
Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna er gjöf Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til barna á Íslandi í tilefni 25 ára afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Sýningin samanstendur af ljósmyndum eftir Ástu Kristjánsdóttur, texta úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Steinunn Hauksdóttir sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Við tréið er hægt að koma fyrir óskum barna eða hengja þær á óskatréið. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og að skrifa óskir sína á miða. Gjarnan má hvetja barnið til að óska sér einhvers sem því hugkvæmist við að skoða sýninguna.
Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að njóta umönnunar. Ef þú veist um barn sem býr við ofbeldi, vanrækslu eða verulegan skort á nauðsynjum skaltu tilkynna það til barnaverndar eða í 112.
Einnig eru upplýsingar inni á www.verndumborn.is.
Ljósmyndari myndanna á sýningunni er Ásta Kristjánsdóttir. Hún á langan feril að baki og starfar í dag sem ljósmyndari í Reykjavík. Í myndum sínum leitast Ásta gjarnan við að senda skilaboð til áhorfandans sem endurspegla sýn hennar á samfélagið.
Hér að neðan má sjá myndbönd tengd sýningunni.
Öll vinna við sýninguna var unnin í sjálfboðastarfi.