30. sep
"Ömurleg aðkoma" - Níu rúður brotnar í KvíabekkAlmennt - - Lestrar 523
"Þetta var ömurleg aðkoma og glerbrot út um allt" segir Lilja Hrund Másdóttir umsjónarmaður Miðjunnar en níu rúður voru brotnar í Kvíabekk um helgina.
Að sögn Lilju Hrundar voru rúðurnar heilar í gær þannig að þetta hefur verið gert núna á síðasta sólarhringnum.
Kvíabekkur, sem hefur verið gerður upp á undanförnum árum er í eigu Norðurþings en Miðjan hæfing og dagþjónusta hefur umsjón með húsinu. Þar var m.a rekið kaffihús á góðviðrisdögum í sumar.
Ef einhver sá eitthvað sem gæti bent á þann sem gerði þetta þá endilega hafa samband við lögregluna í síma 444-2850.
Hún var ekki skemmtileg aðkoman að Kvíabekk í dag. Óprúttnir aðilar höfðu brotið níu rúður í húsinu.