Ný plata frá Hjalta og Láru

Hjalti og Lára stefna á að gefa út sína aðra plötu 25. ágúst næst komandi og verður útgáfunni fagnað með útgáfutónleikum á Græna Hattinum og í

Ný plata frá Hjalta og Láru
Fréttatilkynning - - Lestrar 456

Hjalti og Lára. Lj. Daníel Starrason.
Hjalti og Lára. Lj. Daníel Starrason.

Hjalti og Lára stefna á að gefa út sína aðra plötu 25. ágúst næst komandi og verður útgáfunni fagnað með útgáfutónleikum á Græna Hattinum og í Fríkirkjunni, Reykjavík.

Upptökur fóru fram á Akureyri í júní undir stjórn Stefáns Arnar Gunnlaugssonar, en fjöldi norðlenskra listamanna leika með dúóinu á plötunni.

Plötuna prýða að mestu ný frumsamin lög og textar Hjalta og Láru, en Hildur Eir Bolladóttir samdi texta við eitt lag og einnig flytja þau Vornæturljóð Elísubetar Geirmundsdóttur.

Hjalti og Lára standa nú fyrir áheitasöfnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að leggja útgáfunni lið og panta nýju plötuna, miða á útgáfutónleika eða einkatónleika. Söfnunin hefur gengið vel, en enn vantar aðeins upp á að markmið þeirra náist.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744