Níu Völsungar valdir í U17 landsliðin í blaki

Níu leikmenn Völsungs hafa verið valdir til að spila með U17 ára landsliðum Íslands í blaki sem taka þátt í NEVSA móti sem fram fer í Ikast í Danmörku

Níu Völsungar valdir í U17 landsliðin í blaki
Íþróttir - - Lestrar 247

Níu leikmenn Völsungs hafa verið valdir til að spila með U17 ára landsliðum Íslands í blaki sem taka þátt í NEVSA móti sem fram fer í Ikast í Danmörku 18.-20. október. 

Þessi krakkar eru: 
Hreinn Kári Ólafsson, Aron Bjarki Kristjánsson, Sigurður Helgi Brynjúlfsson, Hjalti Karl Jónsson, Agnes Björk Ágústsdóttir, Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Kristey Marín Hallsdóttir, Sigrún Marta Jónsdóttir og Sigrún Anna Bjarnadóttir.

Unglingalandsliðin æfðu um helgina í Mosfellsbænum og var meðfylgjandi mynd tekin þá. Á myndina vantar Hjalta Karl Jónsson. 

Þjálfarar U17 stúlkna eru Völsungarnir, þauTamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni er Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. 

Þjálfarar U17 drengja eru Massimo Pistoia og Hafsteinn Valdimarsson.

https://bli.is/u17-landslidin-valin/


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744