Mynd dagsins - Regnbogi kvöldsinsMynd dagsins -  - Lestrar 385
			
		Mynd dagsins var tekin fyrir stundu en þá birtist þessi fíni regnbogi yfir víkinni.
Annars hefur verið nokkur dramatík í veðrinu í dag, rigning í morgun, sólin brast á þegar leið á morguninn, hvessti um tíma og skýjafar með ólíkindum um kaffileytið.
Og svo kom regnboginn eftir kvöldmat en á Wikipedia segir: Regnbogi (einnig kallaður friðarbogi) er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð.
Regnbogi yfir Húsavík í kvöld.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook