Mynd dagsins - Bjarnahúsið

Mynd dagsins var tekin í miðbæ Húsavíkur í dag með Bjarnahúsið í forgrunni.

Mynd dagsins - Bjarnahúsið
Mynd dagsins - - Lestrar 215

Mynd dagsins var tekin í miðbæ Húsavíkur í dag með Bjarnahúsið í forgrunni.

Nýlega lauk framkvæmdum á lóðinni við Bjarnahús en að sögn Helgu Kristinsdóttur sóknarnefndarformanns hófust þær sl. sumar með jarðvegs-skiptum auk þess sem svæðið var mótað.

"Við það verk vann Benedikt Björnsson, skrúðgarðyrkjumeistari og hafði yfirumsjón með verkinu. Hóll ehf. sá um uppgröft, malarfyllingu og mold í beð. Handrið smíðað af Agnari Kára sem starfsmaður kirkjunnar kom upp með leiðsögn smíðameistarans.  Ljós voru sett upp við rampinn sem var í höndum EGJ rafverktaka.

Í vor var svo hafist handa við hellulögn, plantað í beðin, reynitré klippt og stofnar snyrtir. Yfirumsjón með verkinu hafði Benedikt Björnsson, seldur út af verktakafyrirtækinu Bæjarprýði. Ásamt Benedikt komu að verkinu að meðaltali tveir verkamenn frá Bæjarprýði á verktíma.

Við erum svo bjartsýn á að sameiginlega formist lóðirnar með aðgengi fatlaðra að kirkju út að Ketilsbraut og tengist áfram að rampi í Bjarnahús". Segir Helga en öll þessi vinna er í samráði við Minjastofnun. Hún tók jafnframt fram að þetta hefði aldrei komist í verk nema með þeirri umfjöllun sem húsin og umhverfið hafa fengið og með stofnun Hollvinasamtakanna.

Teiknivinna verður í haust/vetur og er Bjarni Reykjalín arkitekt að vinna að verkinu í samvinnu við landslagsarkitekt en einnig má geta þess að Val ehf. vinnur nú við endurbætur í Húsavíkurkirkju sem og Bjarnahúsi.

 Ljósmynd Hafþór - 640.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744