Lovísa Óladóttir ráðin verkefnastjóri hjá SkjálftasetrinuAlmennt - - Lestrar 312
Nú stendur yfir vinna við endur-hönnun og nútímavæðingu Skjálftasetursins á Kópaskeri.
Fram kemur i nýjasta fréttabréfi SSNE að hönnunarfyrirtækið Gagarín sem sérhæfir sig í sýningarhönnun og gagnvirkum lausnum, hafi verið fengið til að koma með tillögur og nú er unnið að því að koma hugmyndunum í framkvæmd.
Þá segir einnig að Lovísa Óladóttir hafi verið ráðin verkefnastjóri hjá Skjálftasetrinu á Kópaskeri. Helsta verkefni Lovísu verður að vinna að þessari endurhönnun og nútíma-væðingu á Skjálftaseturssýningunni í Skólahúsinu á Kópaskeri.
Lovísa hefur komið að rekstri fjölbreyttra fyrirtækja og meðal annars stýrt hóteli, kvikmyndahúsi og hönnunarfyrirtæki og hún var framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar frá 2011 – 2018 en RG rak þá sjö ferðamannaverslanir þar á meðal stórar verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Nú fæst hún við vefsíðugerð og verkefnastjórn. Síðast liðinn áratug hafa starfskraftar Lovísu, í stóru sem smáu, snúist um móttöku ferðamanna hingað til lands. Lovísa er fædd og uppalin á Kópaskeri og bjó þar er stóri skjálftinn 13.janúar 1976 reið yfir.