Ljótir grćnir hálfvitarAđsent efni - - Lestrar 83
Ljótu hálfvitarnir fagna útgáfu nýju plötunnar sinnar að Ýdölum á laugardagskvöldið. Herlegheitin hefjast kl. 21 en forsala er á midi.is og í Bókabúðinni á Húsavík.
Eins og tvær fyrri plötur hljómsveitarinnar heitir sú nýja ekki neitt, og er auk þess keimlík þeim í útliti. Þó má með góðum vilja greina á milli albúmanna. Liturinn á nafni hljómsveitarinnar er ólíkur (grænn nýju plötunni), myndin af Hálfvitunum er ekki sú sama (nektarmynd á þeirri nýju) og svo eru ekki sömu lög á þeim (miklu betri á nýju plötunni).
Partílagið Gott kvöld er farið að heyrast í útvarpinu og gefur tóninn fyrir gott hálfvitasumar, en þar er sungið um samkvæmi sem fer svolítið úr böndunum. Annars eru yrkisefni Hálfvitanna á svipuðumslóðum og áður. Gleði, bjór, konur, dans og ást. Meira að segja hafið kemur við sögu eins og svo oft áður.
það verður gestkvæmt á tónleikunum, því þó Hálfvitarnir séu níu þá eru þeir ekki að sama skapi góðir í öllu. Þriggja manna brasssveit setur svip á nokkur lög og gestatrommari grípur í kjuða. Söngkonur bætast í hópinn, sem og hljómborðsleikari og vel má vera að fleiri stigi á stokk. Hljóðkerfi verður með öflugasta móti og hugað sérstaklega að því að gestir í aftari hluta salarins fái sitt.
Að tónleikum loknum er svo ætlunin að fagna útgáfunni og hálfvitasumrinu á Gamla Bauk.