Leita að ungum leikurum

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar að unglingsdrengjum á aldrinum 13 -15 ára til að leika í kvikmyndinni Hjartasteinn sem áætlað er að

Leita að ungum leikurum
Fréttatilkynning - - Lestrar 411

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar að unglingsdrengjum á aldrinum 13 -15 ára  til að leika í kvikmyndinni Hjartasteinn sem áætlað er að taka  upp á tímabilinu ágúst-október 2015.

"Ef þú hefur áhuga eða reynslu af leiklist og ert á aldrinum 13 -15 ára þá viljum við endilega fá þig í prufur sem haldnar verða á Akureyri næstkomandi laugardag í Sjallanum, Umsækjendur verða boðaðir í prufu eftir að umsókn berst. " segir í tilkynningu.

 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar: Fullt nafn, aldur og hæð ásamt nýlegri ljósmynd (andlitsmynd og mynd í fullri stærð) á casting@joinmotionpictures.com

ATH. Nafn, heimilisfang, sími og netfang hjá forráðamanni skal einnig fylgja umsókninni. Einnig er hægt að mæta beint á svæðið.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744